Guðný Jónasdóttir 11.08.1986-

Guðný Jónasdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunnari Kvaran og síðan við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Veturinn 2005-2006 var hún skiptinemi við Universität der Künste í Berlín og í framhaldi af því lauk hún Bachelor gráðu frá Musikhochschule Lübeck undir leiðsögn Ulf Tischbirek. Guðný stundar nú meistaranám við Royal Academy of Music í London hjá Josephine Knight sem aðalkennara. Þá hefur hún tekið virkan þátt í alþjóðlegum námskeiðum. Hún hefur fengið margar viðurkenningar og styrki frá innlendum sem erlendum sjóðum.

Guðný hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungfóníu. Hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveitinni og nýlega vann hún prufuspil um Orkesterstudio Lübecker Philharmoniker þar sem hún spilaði reglulega veturinn 2010-2011. Guðný kennir litlum sellóbekk samhliða náminu og er meðlimur í Taschenoper Lübeck sem er kammerhópur sem setur upp óperur fyrir yngri kynslóðina.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 12. ágúst 2012.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari, tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.10.2013