Margrét Eir Hönnudóttir (Margrét Eir) 01.08.1972-

<p>„... Ég er fædd 1. ágúst 1972. Móðir mín heitir Sigurveig Hanna Eiríksdóttir (leikkona og lögfræðingur). Ég er upp alin í Hafnarfirði og var í Öldutúnskóla og þar á eftir Flensborg. Ég byrjaði snemma að syngja, mamma segir að fyrstu tónarnir hafi komið sex mánuðum eftir að ég fæddist þegar árið 1973 gekk í garð og ég vildi syngja með hinum “Nú árið er liðið”. Ég byrjaði í Kór Öldutúnskóla þegar ég var 6 eða 7 ára og 13 ára fór ég til Spánar með kórnum. 15 ára fór ég svo með kórnum til Hong Kong og Ástralíu.</p> <p>Þegar ég gekk í Flensborg var ég strax mætt á kóræfingu hjá þeim. Stjórnandi þá var Margrét Pálmadóttir. Það er henni að þakka að ég dreif mig í nám við Tónlistarskólan í Reykjavík. Árið 1989 fór ég sem skiptinemi til Bandaríkjana þar sem ég fékk tækifæri til að taka þátt í mínum fyrsta söngleik. Þar lék ég Maríu Magdalenu í uppfærslu á Jesus Christ Superstar ...“</p> <p align="right">Tónlist.is (6. apríl 2014).</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.04.2014