Jóhanna V. Þórhallsdóttir (Jóhanna Valgerður Þórhallsdóttir) 18.04.1957-

<p>Jóhanna ólst upp í Háaleitishverfinu, á Háaleitisvegi 26, þar sem hún bjó með foreldrum, systkinum, afa og ömmu. Hún gekk í Álftamýrarskóla, í Menntaskólann við Hamrahlíð og fór síðan í leiklistarskóla í Kaupmannahöfn og var um skeið blaðamaður á Helgarpóstinum.</p> <p>Jóhanna söng og spilaði í Diabolus In Musica og Sextett Jóhönnu Þórhalls og Skrautreið Hemúlanna. Hún fór í söngnám í Royal Northern College of Music í Manchester og stundaði síðan söngnám í London, Vín og á Ítalíu.</p> <p>Jóhanna söng einsöng, m.a. með Íslensku hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Hún frumflutti verk m.a. eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, John A. Speight, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs og fleiri, stofnaði Óperusmiðjuna, ásamt fleiri, og var ein af upphafskonum kvennakóra Reykjavíkur. Þá stjórnaði hún Kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur í 17 ár, Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur í nokkur ár og barna- og unglingakórum Bústaðakirkju í 15 ár. Hún kenndi jafnframt við Tónskóla Sigursveins og Söngskóla Sigurðar Demetz.</p> <p>Jóhanna hefur gefið út þrjá sólódiska og söng í mörg ár á Saltfiskhátíðum Ísafjarðarbæjar með hljómsveit Villa Valla. Einnig er hún í sönghópnum 3 klassískar sem hafa starfað saman í mörg ár.</p> <p>Jóhanna hóf myndlistarnám í Myndlistaskóla Kópavogs hjá Söru Vilbergsdóttur og Bjarna Sigurbjörnssyni. Hún tók fornámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hefur síðustu tvö ár stundað nám í Akademie der Bildenden Künste í Kolbermoor í Þýskalandi hjá prófessor Markus Lüpertz og útskrifast þaðan í júní næstkomandi.</p> <p>Jóhanna er formaður Anarkíu, listagallerís í Kópavogi, og heldur þar um þessar mundir sína fjórðu einka- sýningu, Nekt og nærveru.</p> <p align="right">Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona&nbsp;60 ára (Fjölskylda og frændgarður). Morgunblaðið. 18. apríl 2017, bls. 26-27</p>

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónskóli Sigursveins Söngkennari -
Söngskóli Sigurðar Demetz Söngkennari -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri , myndlistarmaður , nemandi , söngkennari og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.04.2017