Anna Sigríður Vigfúsdóttir Thorarensen 06.03.1845-06.06.1921

Anna Sigríður Vigfúsdóttir Thorarensen, fædd 1845, kona Péturs Péturssonar bæjargjaldkera og móðir dr. Helga Pjeturss. Hún mun hafa lært píanóleik hjá frú Ástríði [Melsted] og varð síðan einnig um langt skeið mikils metinn píanókennari í Reykjavík. Hún andaðist 1921. Sonardóttir hennar, dóttir dr. Helga, er Anna Pjeturss píanóleikari sem síðar kom oft fram á tónleikum í Reykjavík og víðar um land, einkum sem undirleikari.

Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014