Þórarinn Stefánsson -

Þórarinn Stefánsson hóf píanónám við Tónlistarskólann á Akureyri, en lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1987 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar.

Hann stundaði framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi hjá Erika Haase prófessor og sótti auk þess einkatíma og námskeið hjá Colette Zérah, Edith Picht-Axenfeld og Vlado Perlemuter. Að námi loknu bjó Þórarinn og starfaði um nokkurra ára skeið í Þýskalandi og Danmörku.

Þórarinn hefur komið fram á tónleikum víða um Evrópu sem einleikari og meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Hann hefur einnig skipulagt fjölda tónleika, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum.

Þórarinn hefur gert upptökur fyrir sjónvarp og útvarp meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2007 hlaut Þórarinn starfslaun listamanna til að undirbúa geisladisk með íslenskum þjóðlögum fyrir píanó.

Þórarinn Stefánsson kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðan 2004 hefur hann verið listrænn stjórnandi tónlistardagskrár Tónlistarhússins Laugaborgar í Eyjafjarðarsveit.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 6. september 2011.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari, píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013