Ingólfur Vilhjálmsson 15.03.1976-

<p>Ingólfur Vilhjálmsson lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1998, BA prófi í klarinettuleik frá Tónlistarháskólanum í Utrecht 2000 og Postgraduate prófi frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam 2002. Kennarar hans voru Herman Braune og Harmen de Boer. Hann stundaði einnig nám á bassaklarinettu hjá Harry Sparnaay og Eric van Deuren. Ingólfur lauk nú í vor BA prófi í bassaklarinettuleik og hefur Meistaranám á sama hljóðfæri við Tónlistarháskólann í Amsterdam í haust. Hann hefur sótt masterclass-námskeið hjá Joseph Balogh, Karl Leister og Francois Benda. Ingólfur hefur tekið þátt í UNM-hátíðinni og frumflutt fjölmörg verk á Íslandi og Hollandi. Ingólfur er meðlimur í Soil Ensemble og Wervel Windensemble í Hollandi. Í júlí lék Ingólfur með síðarnefndu sveitinni á tónlistarhátíðinni Gelderse Musiksommerfestival og í október mun hann leika einleikskonsert fyrir bassaklarinettu eftir Joep Straesser með Soil Ensemble í Hollandi.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Sigurjónssafni 10. ágúst 2004 – tónleikaskrá.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Ensemble Adapter Klarínettuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.02.2016