Sigurður Bjarki Gunnarsson 18.12.1975-

Sigurður Bjarki lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1995 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Sigurður lauk Bachelorsprófi frá Manhattan School of Music árið 1998 og Mastersprófi frá Juilliard-skólanum í New York árið 2000. Auk þess að starfa í Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur Sigurður Bjarki komið fram með Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT-hópnum og Kammerhóp Salarins. Sigurður hefur einnig komið fram á sumartónleikum í Skálholti og tónlistarhátíðinni á Kirkjubæjarklaustri.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 8. apríl 2011.


Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013