Stefán Sörensson 24.10.1926-07.01.2010

<p>Stefán lauk stúdentsprófi frá MA 1947 og lögfræðiprófi frá HÍ 1954. Hann starfaði sem fulltrúi sýslumanns Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta Húsavíkur 1956-1965, útibússtjóri Samvinnubanka Íslands hf. 1965-1969, fulltrúi Háskóla Íslands 1969-1971 og háskólaritari 1971-1990. Stefán átti sæti í ýmsum nefndum bæði á Húsavík og á vegum Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins.</p> <p>Stefán var Íslandsmeistari í þrístökki og Íslandsmethafi í þeirri grein 1946-1955. Einnig var hann Íslandsmethafi í 4 x 100 m boðhlaupi félagsliða ásamt Finnbirni Þorvaldssyni, Hauki og Erni Clausen. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London 1948.</p> <p>Stefán söng í ýmsum kórum og kvartettum á Akureyri, Reykjavík og Húsavík og lengstum í Tónakvartettinum á Húsavík.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 15. janúar 2010, bls. 52.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.10.2020