Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 10.09.1902-06.07.1979

… Barnahópur Stakkabergshjónanna varð stór, sjö systur og einn bróðir. Þegar sú kynslóð var að alast upp átti ungt fólk færri kosta völ en nú gerist. Börn annarra en embættismanna og stórbænda þurftu að sjá sér farbor&a fljótlega eftir fermingu, og það varð hlutskipti Björnfríðar Ingibjargar. Fyrst fór hún í kaupavinnu til nágranna, en síðar réðist hún til ársvistar og þá fyrst út í Breiðafjarðareyjar. Hún var í Elliðaey hjá Olafi Jónssyni og Theodóru Daðadóttur og siðar í Hergilsey á búi þeirra feðga Snæbjarnar Kristjánssonar og Hafliða sonar hans. Eyjarnar voru fagrar og gögn þeirra og gæði mikil, en harðsótt var oft að nytja þau gögn. Lítt var skeytt um kynskiptingu þegar þurfti að taka til hendi, hvort heldur var á sjó eða landi og þurftu konur því að vera jafnvígar á árina og rokkinn og kambana. Björnfríður Ingibjörg reri því stundum til fiskjar og eitt sinn fór hún með Hergilseyjarmönnum til selveiða í Oddbjarnarsker. Fá störf sem hún vann um dagana munu hafa verið henni ógeðfelldari en sú veiðiför enda heldur óvægilega gengið að sela- og þó einkum kópadrápinu, og hún var mikill dýravinur alla ævi.

Leið hennar lá aftur upp á land, hún fór í vist til sýslumannshjónanna í Stykkishólmi og síðar að Setbergi á Skógarströnd. Þar var hún um sjö ára skeið hjá Maríu Andrésdóttur og Daða Daníelssyni og börnum þeirra, og undi hún sér hvergi betur. Þarna var mannmargt heimili og glaðvært, félagslíf var með miklum blóma í sveitinni, en hún félagslynd að upplagi.

Þá fluttist BjörnfríBur Ingibjörg til Reykjavikur og vann þar aB ýmsum störf- um til 1936 er hún réöst kaupakona til bröBur mins, Bjarna Gestssonar, aB BjörnólfsstöBum i Langadal. Dvöl hennar þar varB þó öllu lengri en 1upphafi var ætlaB, því aB ekki skildu leiBir þeirra úr því, meBan lif entist …

Úr minningargrein í Íslendingaþáttum Tímans. 20. október 1979, bls. 8.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

25 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Sögn um konu sem bar út barn Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16467
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Fyrirburðir, ljós í klettum Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16468
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Álagablettur Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16469
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Draugar; Erlendur að ausa gnoðinn Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16470
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Skyggni og draugar Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16471
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Að finna á sér gestakomu Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16472
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Spurt fyrst um Erlend draug, maður hrapaði til bana og ungir menn fóru illa með líkið svo hann fylgd Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16473
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Mela-Jón draugur Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16474
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Vísnagaman Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16475
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Þulur Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16476
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Sagðar og lesnar sögur Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16477
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Engin skrímsli í tjörnum hjá Blönduósi; frá Stakkabergi sjást tvö vötn og var hávaði í þeim þegar þa Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16478
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Tregasteinn er í túninu í Langeyjarnesi, þar átti örn að hafa tekið barn; sama sagan er um Arnarlág Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16479
20.06.1977 SÁM 92/2729 EF Vötn Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16480
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Æviatriði og sagt frá foreldrum heimildarmanns, einnig um garðrækt og um Breiðafjarðareyjar Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16525
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Álög og ævisaga; enn lýsing á Breiðafjarðareyjum Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16526
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Snæbjörn í Hergilsey Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16527
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Ólafur og Theódóra í Elliðaey Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16528
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Draumkonur; heimildarmann dreymdi huldukonu sem hét Margrét Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16529
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Stelpa fann hulduleikfang Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16530
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Ljós í klettum Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16531
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Samtal um drauma Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16532
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Vaðsteinabergið og kletturinn þar sem fíflið var geymt í Hergilsey; fleira um þá eyju; minnst á Gísl Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16533
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Fornmannahaugar; Andakelda í Hvalgröfum; einnig um Gullkistutjörn Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16534
20.06.1977 SÁM 92/2732 EF Skólanám og fæðingardagur og fleira um ætt heimildarmanns og ævi Björnfríður Ingibjörg Elínmundardóttir 16535

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014