Illugi Hannesson 14.09.1753-29.06.1821

Stúdent frá Skálholtsskóla 1775 með góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur í Fljótshlíðarþingum 9. nóvember 1777, fékk Stóra-Dal 24. september 1781, fékk Villingaholt 19. nóvember 1791 sem hann hélt til æviloka. Fékk að vísu bæði Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Ólafsvelli en gat ekki þegið þau sakir veikinda og fékk leyfi til að vera kyrr í Villingaholti. Hafði einnig afþakkað Reynisþing áður. Mjög fátækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 387.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Aukaprestur 09.11.1777-1781
Stóra-Dalskirkja Prestur 24.09.1781-1787
Villingaholtskirkja Prestur 19.11.1791-1821

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.02.2014