Þorgrímur V. Sigurðsson (Þ. Vídalin) 19.11.1905-10.07.1983

<p<Prestur. Stúdent í Reykjavík með 1. einkunn. Cand. theol frá HÍ 22. júní 1929. Framhaldsnám í trúfræði í Lundi í 6 mánuði 1929-1930 og sótti margs kyns námskeið og fundi um trúmál. Stundaði og kennslu hin fyrstu ár sín eða þar til hann var settur sóknarprestur á Grenjaðarstað 13. júní 1931. Hann fékk Staðastað 31. maí 1944. Settur prófastur í Snæfellsnessýslu 31. ágúst 1963. Skipaður prófastur í sameinuðum prófastköllum Snæfellsness- og Dalasýslu 7. júlí 1971. Fékk lausn frá prestskap 26. september 1972 frá og með 1. janúar 1973. Eftir það sinnti hann ýmsum prestaköllum, s.s. Húsavík, Skútustöðum, Fáskrúðsbakka,Ólafsvíkurprestakalli, Söðulsholti, Breiðabólstað á Skógarströnd, Ólafsvíkurprestakalli, að hálfu, Ingjaldssókn og öllu Ólafsvíkurprestakalli. Sat í kirkjuráði og á kirkjuþingi, hélt skóla á heimili sínu og bjó nemendur undir stúdentspróf. Skólastjóri unglingaskóla á Staðastað. Skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum. Formaður Hallgrímsdeildar PÍ o. mfl. <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 428-29</p>

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Prestur 13.061931-1944
Staðakirkja á Staðastað Prestur 31.05. 1944-1973

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2019