Stefán Halldórsson 07.1722-02.11.1802

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1737. Varð djákni á Reynistað 1746, aðstoðarprestur sr. Jóns Ketilssonar að Myrká 27. desember 1746 og fékk það prestakall 1751 eftir hann, fékk vonarbréf fyrir Völlum en nýtti það ekki, fékk Laufás 20. október 1784 og fluttist þangað árið eftir og sagði af sér embætti frá fardögum 1797 en dvaldist þar til æviloka. Var búhöldur mikill og gróðamaður, einn fremsti garðyrkjumaður norðanlands, fékkst við lækningar, kennimaður góður og mikils virtur, skáldmælturcog liggur ýmislegt eftir hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 321.

Staðir

Myrkárkirkja Aukaprestur 27.12.1746-1751
Myrkárkirkja Prestur 1751-1784
Laufáskirkja Prestur 20.10.1784-1796

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.04.2017