Árni Áskelsson 06.02.1953-

Foreldrar: Áskell Torfi Bjarnason, verkamaður í Þorlákshöfn, f. 14. sept. 1926 á Lágeyri, Nauteyrarhr., N.-Ís., og k. h. Anna Guðný Jóhannsdóttir, verkakona, f. 31. júlí 1928 á Hrauni í Borgarfirði eystra.

Námsferill: Gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og lauk námi frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1971; gekk í Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan 5. stigs-prófi í slagverksleik; gekk í Tónlistarskóla FÍH og lauk 5. stigs-prófi í söng frá Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Starfsferill: Var trommuleikari í Kaktus 1973-1982, Galdrakörlum 1983-1984, Danshljómsveit Grétars Örvarssonar 1984-1985 og hljómsveitinni Krass! 1986-1995; var slagverksleikari í Íslensku hljómsveitinni 1982-1990 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1977 (fastráðinn frá 1980).

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 174. Sögusteinn 2000.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Danshljómsveit Grétars Örvarssonar Trommuleikari 1994 1995
Flat Five Trommuleikari 1983-04-17
Galdrakarlar Trommuleikari 1983 1984
Kaktus Trommuleikari 1973-12 1982
Krass Trommuleikari 1986 1995
Sinfóníuhljómsveit Íslands Slagverksleikari 1977

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.01.2016