Ingiríður Eyjólfsdóttir 19.06.1889-25.08.1968

<p>Inga fæddist 19. júní 1889 í Efra-Hrútafellskoti undir Austur-Eyjafjöllum dóttir hjónanna Eyjólfs Sveinssonar og Sigríðar Helgadóttur. Vegna fátæktar var heimilinu tvístrað, er hún var ung að aldri, og ólst hún síðan upp á Raufarfelli í sömu sveit. Árið 1916 giftist hún <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1002074">Ingimundi Brandssyni</a>, og stofnuðu þau bú að Yzta-Bæli. Þau eignuðust fimm börn, og eru þau öll á lífi. Elín húsmóðir á Eyri við Kollafjörð á Barðaströnd, Tómas Ólafur bílstjóri í Reykjavik, Kristbjörg og Sigríður húsmæður í Reykjavík, og Sveinbjörn, sem tók við búi foreldra sinna fyrir nokkrum árum. Einnig ólu þau hjónin upp tvö af barnabörnum sínum, Erlu, sem nú er húsmóðir í Þykkvabænum og Ingimund nú bónda á Skógum.</p> <p>Jóhannes Long<br> (Úr <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1396694">minningarein í Morgunblaðinu 11. september 1968.</a>)</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
03.10.1965 SÁM 86/928 EF Sagt frá fráfærum; júgurmein; nýting sauðamjólkur; sauðaþykkni; setið yfir ánum Ingiríður Eyjólfsdóttir 34796

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014