Magnús Kjartansson (Magnús Jón Kjartansson) 06.07.1951-

<p>Foreldrar Magnúsar eru þau Gauja Guðrún Magnúsdóttir húsmóðir og Kjartan Henry Finnbogason f.v. lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli. Segja má að tónlistarferill Magnúsar hafi byrjað þegar stofnuð var drengjalúðrasveit við barnaskólann í Keflavík.</p> <p>Þar lék Magnús á trompett og stundaði nám á það hljóðfæri í 6 ár samfleytt, fyrst hjá lúðrasveitinni en síðan í tónlistarskóla Keflavíkur, allan tímann hjá Herbert H. Ágústssyni. Hann nam einnig píanóleik hjá Ragnari Björnssyni um tveggja ára skeið, ásamt því að leggja stund á tónfræði, hljómfræði og tónlistarsögu. Seinna stundaði Magnús nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og namþar á trompet og píanó ásamt öðrum hefðbundnum fögum við blásarakennaradeild skólans.</p> <p>Magnús hefur verið í fullu starfi sem hljómlistarmaður frá árinu 1966. Hann starfaði einnig um stund hjá ferðaskrifsstofunni Sunnu, sem hljómsveitarstjóri eigin hljómsveitar á Hótel Sögu í 5 ár og hjá Sjónvarpsmarkaðinum um þriggja ára skeið. Hann hefur leikið í ýmsum hljómsveitum og máþar nefna Echo, Nesmenn, Óðmenn, Júdas, Trúbrot, Blues Company, Mannakorn, Brunaliðið, Brimkló, Hauka, HLH flokkinn, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Sléttuúlfana og fjölda annarra hljómsveita, sem Magnús hefur starfað með í styttri eða lengri tíma ...</p> <p align="right">Tónlist.is (29. mars 2014).</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarnemandi -1967-05

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Axel O & Co Hljómborðsleikari 2015-05
Brunaliðið Söngvari og Hljómborðsleikari 1978-04 1980-03
Echo Bassaleikari 1962 1967-08
Haukar Hljómborðsleikari
Júdas Hljómborðsleikari 1968-08
Óðmenn Trompetleikari og Hljómborðsleikari 1967-08 1968-07
Trúbrot Söngvari , Lagahöfundur og Hljómborðsleikari 1969-05 1973

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hljóðfæraleikari , lagahöfundur , tónlistarnemandi og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.09.2020