Stefán Þ. Stephensen (Stefán Þorsteinsson Stephensen) 15.02.1939-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Þorsteinn Stephensen Ögmundsson, leikari og leiklistar ráðunautur Ríkisútvarpsins í Reykjavík, f. 21. des. 1904 á Hurðarbaki, Kjósarhr., Kjós., d. 13. nóv. 1991, og k. h. Dóróthea Guð­mundsdóttir Breiðfjörð, f. 16. des. 1905 í Reykjavík.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk landsprófi frá Gagn­fræðaskóla Vesturbæjar og kennaraprófi 1960; stundaði nám í trompetleik við Tón­listarskólarm í Reykjavík 1955-1961 og við Guildhall School of Music and Drama í London, Englandi 1961-1962 og fram­haldsnám við sama skóla 1963-1965; stundaði nám í hornleik í London 1967-1968.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var kennari í Hlíðaskóla í Reykjavík 1960-1961; trompet­ leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1962-1963 og 1965-1966; hornIeikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1967-2000; kennari við Tónlistarskólarm í Reykjavík 1967-1977; forstöðumaður Skólalúðrasveitar Reykjavíkur frá 1962 og ennfremur við Skólalúðrasveit Laugarnesskóla/Skólahljómsveit Austurbæjar frá 1974-2004; stjórnandi Lúðrasveitar Reykja­víkur í 5 ár.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 242. Sögusteinn 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Hornleikari 1974
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1984 1986
Skólahljómsveit Austurbæjar Stjórnandi 1971 2004

Hornleikari og stjórnandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.09.2015