Geir Vídalín Jónsson 27.10.1761-20.09.1823

<p>Prestur, síðar biskup. Stúdent úr heimaskóla í Höfn 1780 og tók þar próf í heimspeki og málfræði og lauk guðfræðiprófi 1789 með 1. ágætiseinkunn. Fékk síðan dómkirkjuprestsembættið 8. janúar 1791. Vígður biskup í Skálholti 30. júlí 1797 og varð síðar biskup alls landsins 1801 er Hólastóll var lagður niður. Dannebrogsmaður. Safnaði efni í sálmabók með Magnúsi Stephensen. Einn af stofnendum biblíufélagsins, þýddi margt og samdi, leikrit o.m.fl. Hann var manna best að sér, prýðilega gefinn, manna orðheppnastur og ritfærastur. Vel hagmæltur, annálað valmenni, frjálslyndur í trúarskoðunum og örlátur enda varð hann gjaldþrota 1805-6.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 32-33.</p>

Staðir

Dómkirkjan Prestur 08.01. 1791-11.09. 1791
Skálholtsdómkirkja Biskup 10.05. 1797-1823

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.01.2019