Haraldur Guðni Bragason 22.04.1947-22.09.2009

<p>Foreldrar Haraldar voru Bragi Haraldsson, fæddur á Borgafirði eystra 1918 og Guðbjörg Þorsteinsdóttir fædd á Húsavík við Borgafjörð eystri 1926. Bæði eru þau látin. Systkini Haraldar eru Svanur Bragason og Unnur Sólrún Bragadóttir.</p> <p>Haraldur kvæntist Sesselju Antonsdóttur. Þau eignuðust soninn Braga Haraldsson sem er kvæntur Lilju Jónsdóttur og eiga þau synina Daníel Leví og Lars Erik. Haraldur var um tíma í sambúð með Else Marie Jensen og eignuðust þau soninn Bjarna Jensen, unnusta hans er Rikke Östergaard. Þá kvæntist Haraldur Elínborgu Jónsdóttur en þau slitu síðar samvistum. Haraldur hóf sambúð með núverandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Björnsdóttur 1989. Börn þeirra eru Auðunn Haraldsson, Helga Haraldsdóttir og Margrét Haraldsdóttir.</p> <p>Haraldur byrjaði snemma að spila á gítar í hljómsveitum á Austurlandi og spilaði lengi með hljómsveitinni Örnum í Reykjavík. Haraldur nam píanóleik við Tónlistarskóla Reykjvíkur hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni. Síðar nam hann orgelleik hjá prófessornum Gerald Dickel í Hamborg í Þýskalandi, en einnig var hann lengi til sjós. Frá 1980 starfaði Haraldur samfleytt sem skólastjóri og kennari við tónlistarskóla víða um land, og var þá jafnframt organisti og kórstjóri, hann samdi einnig mikið af lögum.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 5. október 2009.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , organisti , píanóleikari , sjómaður , skólastjóri og tónlistarkennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2014