Höskuldur J. Ólafsson 06.06.1908-07.12.1971

<p>Jafnvel menntaskólanemar fóru að hafa frumsamda tónlist í leikritum sínum. Veturinn 1928-9 sýndi Menntaskólinn í Reykjavík leikritið „George Dandin“ eftir Moliere undir heitinu „Hjónaástir“. Í sýningunni var sungin Serenaða sem Höskuldur J. Ólafsson hafði samið og sá sem söng hét Stefán Guðmundsson, en varð síðar frægur undir heitinu Stefán Íslandi. Ekki eigum við hljóðritun af þessu, því miður, en lagið hefur varðveist á nótum. Höskuldur samdi einnig lag fyrir leiksýningu Menntaskólans árið eftir, en þá var flutt leikrit Holbergs, „Jacob von Tyboe“. Í það skipti söng Einar Kristjánsson lagið, en hann átti líka eftir að verða þekktur óperusöngvari.</p> <p align="right">Una Margrét Jónsdóttir. Íslenska leikhústónlist 1750-1950 - 6. þáttur á Rás 1.</p>

Skjöl

3 dansar Skjal/pdf
Gleym mjr ei Skjal/pdf
Gleym mér ei Skjal/pdf
Heimþrá Skjal/pdf
Höskuldur Jónsson Ólafsson Mynd/jpg
Kossinn Skjal/pdf
Nóttin Skjal/pdf
Op. 10 Skjal/pdf
Stökur op. 19 Skjal/pdf
Tango op. 4 Skjal/pdf
Tveir tangóar op. 4 Skjal/pdf
Tvö sönglög op. 17 Skjal/pdf
Tún og engi anga Skjal/pdf
Vonbrigði op. 3 Skjal/pdf
Vorið op. 20 Skjal/pdf
Vorsól Skjal/pdf
Vögguljóð op. 16 Skjal/pdf

Tengt efni á öðrum vefjum

Skrifstofustjóri , tónlistarmaður og tónskáld
Ekki skráð

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014