Katrín Ólafsdóttir 21.11.1904-18.04.1988

<p>Katrín fæddist í Viðey [við Reykjavík]. Hún var dóttir Vilborgar Jónsdóttur og Ólafs Ólafssonar, afgreiðslumanns. Ólafur féll frá þegar Katrín var ungbarn, drukknaði úti á Sundunum. Eftir lát föður síns ólst Katrín upp hjá Hólmfríði Rósenkranz og Þórunni Finnsdóttur, sem starfræktu veitingahúsið Uppsali við Aðalstræti 18, sem var vel þekkt þá. Bróðir Katrínar var Axel Ólafsson, sem lézt fyrir nokkrum árum. Hann var fyrrum bóndi á Kjalarnesi, en flutti svo með fjölskyldu sína í Kópavogskaupstað og gerðist starfsmaður hjá kaupstaðnum.</p> <p>... Kata byrjaði ung að læra á fiðlu hjá Þórarni Guðmundssyni og var á þeim tíma óvenjulegt að stúlkur lærðu á fiðlu, það var frekar píanóið. Þegar Kata var aðeins fimmtán ára fór hún til Kaupmannahafnar í fiðlunám við Konunglega Tónlistarskólann og lauk þaðan námi þremur árum síðar. Hún kom alltaf heim á sumrin. Þetta var allt mikið fyrirtæki á þessum árum, því þá voru ekki flugvélar og ekki um annað að ræða en skipsferðir.</p> <p>Þégar Katá kom svo heim var Þórarinn Guðmundsson búinn að stofna „Hljómsveit Reykjavíkur“ sem var eiginlega fyrsti vísirinn að sinfóníuhljómsveit. Kata fór að spila með þeim og held ég að hún hafi verið fyrsta konan hér á landi sem spilaði með slíkri hljómsveit. En svo lagði hún fiðluna alveg á hilluna...</p> <p align="right">Úr minningargreinum. Morgunblaðið 29. apríl 1988, bls. 52</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi 1919-1921

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Reykjavíkur Fiðluleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2017