Helgi Thordersen 08.04.1794-04.12.1867

<p>Stúdent 1813 frá Bessastaðaskóla með ágætiseinkunn. Tók m.a. guðfræðipróf við Hafnarháskóla 1819. Var barnakennari í Reykjavík 1819-20. Fékk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 6. apríl 1820; Odda 4. maí 1825, varð prófastur í Rangárþingi 1826 og dómkirkjuprestur í Reykjavík 4. nóvember 1835 og keypti Landakot. Varð konungskjörinn þingmaður frá 1845-65. Fékk lausn frá embættum 1866 vegna veikinda. Leitaði lækninga í Skotlandi en allt kom fyrir ekki og andaðist hann úr "steinsótt" 4. desember 1867. Eptir lát Steingríms biskups Jónssonar var hann kall­aður til biskups yfir Íslandi 25. september 1845, sigldi þá s. á. til Kaupmannahafnar og var vígður til biskups af Mynster Sjálands­ biskupi 5. júlí 1846. Hið merkasta, sem eftir hann liggur á prenti er: Helgidagaprédikanir um allt ár­ið Helgapostilla, prentuð í Rvík með mynd hans 1883). Í hinni islensku biblíuþýðingu (Viðey 1841 og Rvík 1859) hefur hann endur­ skoðað 5. Mósebók. </p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 345-6. </p>

Staðir

Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 06.04. 1820-1825
Oddakirkja Prestur 04.05. 1825-1835
Dómkirkjan Prestur 04.11. 1835-1845

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.02.2014