Páll J. Mathiesen (Páll Jónsson Mathiesen) 15.04.1811-09.02.1880

<p>Prestur. Stúdent 1831 úr heimaskóla með lélegum vitnisburði. Var skrifari og verslunarmaður næstu ár. Vígðist 27. ágúst 1837 aðstoðarprestur föður síns í Arnarbæli. Fór utan 1839 til náms og kom aftur 1841 og fékk Skarðsþing 1846, fékk Miklaholt 1854 en fór ekki þangað heldur í Hjarðarholt. Næst fékk hann Stokkseyri vor 1866 og fékk svo Arnarbæli 1873 og fékk lausn frá embætti 31. júlí 1878. Hann var tápmaður mesti og röggsamur í búskap og embætti. Alls staðar þar sem hann bjó byggði hann hús og stýrði öllu sjálfur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 131. </p>

Staðir

Arnarbæliskirkja Aukaprestur 27.08.1837-1839
Skarðskirkja Prestur 1846-1854
Hjarðarholts- og Hvammsprestakall Prestur 1854-1866
Stokkseyrarkirkja Prestur 1866-1873
Arnarbæliskirkja Prestur 1873-31.07.1878

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 14.12.2017