Stefán Högnason 15.05.1724-27.11.1801

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 18. ágúst 1743. Vígðist aðstoðarprestur föður síns á STafafelli og fluttist með honum að Breiðsbólstað í Fljótshlíð og tók við staðnum 1763 er faðir hans hætti þó það væri aðeins að nafninu til þar sem Högni hélt embættinu til æviloka 1770. Stefán tók við embættinu 1770 og fékk lausn frá því 20. febrúar 1789 en gegndi þó prestskap þar til 1792. Fékk lofsamleg vitnisburð fyrir mannkosti og kennimannshæfileika. Fékk heiðurspening frá landbðúnaðarfélagi Dana 1783.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 323-4. </p>

Staðir

Stafafellskirkja Aukaprestur 1748-1750
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1770-1792

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.01.2014