Gunnlaugur Snorrason 1714-01.10.1796

Prestur. Stúdent 1735 frá Skálholtsskóla. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Helgafelli 21. febrúar 1740 og fékk prestakallið að fullu 16. febrúar 1753. Fékk allgóðan vitnisburð frá Harboe. Var vel að sér orti mikið, góður læknir, búmaður mikill og efnaðist vel en drykkjumaður mikill. Sagði af sér 1780 enda Helgafell þá orðlagt um land allt fyrir ósiðsemi vegna ofdrykkju. Brunnu hús þar og þeir feðgar misstu þar stórfé.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 218-219

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 21. febrúar 1740-1753
Helgafellskirkja Prestur 16. febrúar 1753-1780

Aukaprestur, prestur og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.05.2015