Laufey Jensdóttir 25.11.1985-

<p>Laufey hóf nám á fiðlu fjögurra ára gömul við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þá fluttist hún til Hollands árið 2006 og nam þar fiðluleik við tónlistarháskólann í Utrecht hjá þeim Eevu Koskinen og Elisabeth Perry. Laufey hefur starfað með ólíkum tónlistarhópum hérlendis og erlendis og hefur reglulega komið fram bæði sem einleikari og kammermússíkant á hinum ýmsu tónleikum og tónlistarhátíðum. Hefur hún frá árinu 2014 verði lausráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og frá árinu 2013 leikið með Kammersveit Reykjavíkur. Laufey er einn stofnmeðlima Strengjasveitarinnar Skark og jafnframt er Laufey einn stofnenda Barokksveitarinnar Brákar sem sérhæfir sig í upprunaflutningi og hefur verið starfrækt frá árinu 2015. Þá hefur Laufey leikið inn á ýmsar upptökur með íslenskum listamönnum á borð við Hjaltalín, Múm, Björk og Sinófníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Af vef Hafnarborgar 17. október 2016</p>

Staðir

Tónskólinn Do Re Mi Fiðlukennari -
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1990-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari 2013
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 2014

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.10.2016