Eggert Pálsson 06.10.1864-06.08.1926

<p>Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1886. Cand. theol. frá Prestaskólanum 24. ágúst 1888. Fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 6. júlí 1889, vígður 11. ágúst sama ár. Prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi 17. apríl 1918 og gegndi til æviloka en hann andaðist í Kaupmannahöfn eftir uppskurð. Alþingismaður Rangæinga 1902-19 og 1924 og 26. 2. alþingismaður 1912-1915.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 295-96 </p>

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 06.07. 1889-1926

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2018