Guðjón Bjarnason 06.11.1898-11.09.1983

<blockquote>Meðal eldri Íslendinga er Guðjón sennilega þekktastur sem stjórnandi barnakórsins Sólskinsdeildarinnar. Þeir yngri þekkja e.t.v. lög sem hann gerði, eins og <i>Ég langömmu á</i> og <i>Stína og brúðan</i>. Sólskinsdeildin var stofnuð 1938 og starfaði um 8 ára skeið. Guðjón hafði fengið þjálfun í tónlist, nótnalestri, tónfræði og söngstjórn hjá Róbert Abraham Ottóssyni og dr. Viktor Urbancic. <br><br> Börnin í kórnum voru yfirleitt um 30 alls og voru 10 ára gömul. Kórinn söng í barnatímum séra Jakobs Jónssonar í útvarpinu og sá jafnvel um allan barnatímann, en af þessu varð kórinn eflaust vel þekktur. Hann fór í mánaðarferð um Austur- og Norðurland árið 1942 og aftur 1945. Kórnum var alls staðar mjög vel tekið og flutti hann dagskrá sína oftar en einu sinni á sumum stöðum. Arið 1946 fór svo kórinn í ferð um Vestfirði, en það var síðasta ferðin því Guðjón hætti með hann þetta sama ár. Nokkrar ágætustu söngkonur íslands hafa stigið sín fyrstu skref á söngbrautinni í Sólskinsdeildinni. Má þar t.d. nefna Ingveldi Hjaltested og Svölu Nielsen. Þessi tími og hugsjónastarf Guðjóns með Sólskinsdeildinni var alla ævi eins og sólskin í lífi hans því, eins og hann sagði sjálfur, „þá hef ég aldrei á ævinni tekið að mér eins skemmtilegt starf." <br><br> Þegar Guðjón bjó á Stokkseyri í kringum 1950 stofnaði hann stúlknakórinn Svölurnar og seinna, þegar hann dvaldist um 3ja ára skeið við vinnu í Keflavík, í kringum 1953, stofnaði hann kór þar líka...</blockquote> <p align="right">Úr aldarminningu í Morgunblaðinu 6. nóvember 1998, bls. 52</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og múrari

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 23.09.2019