Berglind Bjarnadóttir 06.04.1957-10.12.1986

<p>Berglind ólst upp í Hafnarfirði og var meðal stofnenda Kórs Öldutúnsskóla árið 1965. Þegar kórinn hélt í sína fyrstu utanlandsferð til Finn- lands árið 1968 var Berglind fyrsti einsöngvari kórsins. Hún söng síðar m.a. með Kór Hafnarfjarðarkirkju, Pólýfónkórnum og Þjóðleikhús- kórnum.</p> <p>Berglind gekk til liðs við þjóðlagasveitina Lítið eitt árið 1972 og söng með sveitinni inn á tvær plötur, var tíður gestur í sjónvarpinu og varð landsþekkt söngkona. Hún sá einnig um þátt fyrir börn í Ríkisútvarpinu á sem hét. „Undir tólf“.</p> <p>Stúdentsprófi lauk hún frá Flensborgarskóla og vorið 1978 tók hún burtfararpróf í einsöng frá Tónlistarskóla Kópavogs. Árið 1979 flutti hún til Svíþjóðar ásamt unnusta sínum og síðar eiginmanni, hún fór að læra söng og hann sálfræði. Berglind lauk einsöngskennaranámi við Stockholms Musikpedagogiska Institution árið 1984 en hélt áfram námi við Opera Workshop Auk söngnámsins lagði hún stund á tónlistarsögu og þýsku. Berglind hélt tónleika bæði hér á landi og í Svíþjóð. Að loknu kennaraprófi þjálfaði hún tvo kóra og kenndi einsöng við Kursverksamheten vid Stockholms Universitfit.</p> <p>Söng Berglindar er ekki að finna á mörgum plötum öðrum en þeim sem Lítið eitt sendi frá sér. Hún söng inn á vísnaplötuna Út um græna grundu (1976) og jólaplötuna Jólastrengir (1977), auk þess að syngja bakraddir með hljómsveitinni Eik á litla plötu þeirra sem út kom 1975...</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 6. apríl 2019, bls. 43</p>

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -1978

Söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.04.2019