Gissur Elíasson 12.09.1916-07.05.2006
<p>Gissur Elíasson hljóðfærasmíðameistari fæddist á Hunkubökkum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu [...] sonur hjónanna Pálínu Elíasdóttur húsmóður (1885–1974) og <a href="https://www.ismus.is/i/person/id-1003247">Elíasar Bjarnasonar</a> (1879–1970) fyrrverandi yfirkennara við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík. Gissur fluttist ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur 1918.</p>
<p>Gissur kvæntist Ragnheiði Magnúsdóttur (1924–1996). Foreldrar hennar voru Þórdis Þorkelsdóttir húsmóðir (1892–1950) og Magnús Þórarinsson Öfjörð, bóndi og hreppstjóri (1888–1958). Gissur og Ragnheiður slitu samvistum.</p>
<p>Gissur nam hljóðfærasmíði í Svíþjóð og Þýskalandi á árunum milli 1930 og 1940 og starfaði síðan við iðn sína í um 50 ár, bæði við uppsetningar á kirkjuorgelum og hljóðfæraviðgerðum...</p>
<p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 16. maí 2006, bls. 32.</p>
Skjöl
![]() |
Gissur Elíasson | Mynd/jpg |
![]() |
Gissur Elíasson um 1970 | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.10.2020