Gissur Elíasson 12.09.1916-07.05.2006

Gissur Elíasson hljóðfærasmíðameistari fæddist á Hunkubökkum í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 12. september 1916... Hann var sonur hjónanna Pálínu Elíasdóttur húsmóður, f. 13. apríl 1885, d. 7. ágúst 1974, og Elíasar Bjarnasonar, fyrrv. yfirkennara við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík, f. 17. júní 1879, d. 4. janúar 1970. Gissur var yngstur fjögurra barna þeirra en þau voru: Helgi, fræðslumálastjóri, f. 18. mars 1904, d. 22. febrúar 1995; Helga Jóna, kennari, f. 26. nóvember 1905, d. 8. mars 2003, og Jónína Ingibjörg, f. 10. nóvember 1907, d. 12. ágúst 1974. Gissur fluttist ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur 1918.

Gissur kvæntist Ragnheiði Magnúsdóttur, f. 24. ágúst 1924, d. 5. júní 1996. Foreldrar hennar voru Þórdis Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 10 mars 1892, d. 15. apríl 1950, og Magnús Þórarinsson Öfjörð, bóndi og hreppstjóri, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958. Gissur og Ragnheiður slitu samvistum. Börn Gissurar og Ragnheiðar eru: 1) Elías Ragnar, f. 1945, maki Vera Snæhólm, þau eiga tvær dætur (fósturdætur Elíasar) og fjögur barnabörn. 2) Þórdís, f. 1947, maki Sverrir Þórólfsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 3) Hákon Örn, f. 1949, maki Valdís Kristinsdóttur og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. 4) Hjördís, f. 1950, maki Geir Gunnar Geirsson og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. 5) Magnús Þórarinn, f. 1958, maki Anna Ágústa Hauksdóttir og eiga þau þrjú börn. 6) Ásdís, f. 1958, maki Ragnar Th. Sigurðsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn.

Gissur nam hljóðfærasmíði í Svíþjóð og Þýskalandi á árunum milli 1930 og 40, og starfaði síðan við iðn sína í um 50 ár, bæði við uppsetningar á kirkjuorgelum og hljóðfæraviðgerðum...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 16. maí 2006, bls. 32.


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði Í gær kl. 13:52