Sigursteinn Þorsteinsson 09.10.1901-05.01.1988

<p>Sigursteinn fæddist að Úlfsstöðum í Hálsasveit 9. október 1901 og ólst upp í foreldrahúsum en missti móður sína þegar hann var tíu ára. Sigursteinn var einn vetur á Hvítárbakkaskóla og á unglingsárunum starfaði hann mikið í ungmennahreyfingunni og keppti þá á héraðsmótum en hann þótti mikill sundgarpur. Hann var um skeið vinnumaður í Borgarfirði og vann að jarðarbótum en var svo í Reykjavík um tíma og átti þar vörubíl sem hann ók sjálfur. Árið 1934 hóf hann búskap og tók þá á leigu jörðina Búrfell sem hann svo keypti 1950 en þar bjó hann til ársins 1970. Þá fluttu þau hjónin til Flateyrar þar sem Sigursteinn bjó til dauðadags. Sigursteinn starfaði síðustu starfsárin hjá Hjálmi hf. meðan heilsan leyfði..</p> <p>Eftirlifandi kona Sigursteins er Jakobína Guðríður Jakobsdóttir [8. ágúst 1910 - 4. júní 1997]. Foreldrar hennar voru Jakob Björnsson, trésmiður í Vík í Mýrdal, og kona hans, Guðríður Pjetursdóttur..</p> <p>Sigursteinn og Jakobína Guðríður eignuðust þrjú börn: Sigríður, f. 3. mars 1936, umboðsmaður Arnarflugs og DV á Flateyri, er ekkja eftir Jón Trausta Sigurjónsson, sjómann og verslunarstjóra, en þau eignuðust fimm syni og eru fjórir þeirra á lífi; Ólöf Guðríður, f. 29. mars 1939, er gift Sigurði Magnússyni, verkamanni á Akranesi, og eiga þau þrjá syni; Þorsteinn, f. 18. september 1950, b. á Búrfelli, er kvæntur Kólfinnu Þórarinsdóttur og eiga þau fimm börn ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Dagblaðinu Vísi - DV, 25. janúar 1988, bls. 41.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

11 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Æviatriði Sigursteinn Þorsteinsson 1747
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Allmikil huldufólks- og draugatrú var þegar heimildarmaður var að alast upp og var hjá flestum. En þ Sigursteinn Þorsteinsson 1748
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Heimildarmaður spyr Hallfreð um drauga- og huldufólkstrú: engin huldufólkstrú þegar Hallfreður var a Sigursteinn Þorsteinsson 1749
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Þegar hann var að alast upp var honum sagt að til væri Skotta. Ef eitthvað kom fyrir var talið víst Sigursteinn Þorsteinsson 1750
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Draugagangur var í berginu fyrir ofan Litla-Kropp. Einu sinni var maður sem kom að Litla-Kroppi og v Sigursteinn Þorsteinsson 1751
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Huldufólkstrúin var mikil. Sumir sjá meira en aðrir og heyra hljóð sem aðrir heyra ekki. Vísindin ha Sigursteinn Þorsteinsson 1752
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Í Þinglaut héldu bændur þing einu sinni á ári. En nú eru allar rústir horfnar. Búrfell. Ýmsar brekku Sigursteinn Þorsteinsson 1753
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Búrfellsbær hefur verið fluttur tvisvar. Sigursteinn Þorsteinsson 1754
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Guðnýjarlaut heitir eftir Guðnýju dóttur Snorra á Húsafelli. Sigursteinn Þorsteinsson 1755
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Rabb um örnefni. Oft hafa verið ábúendaskipti á Búrfelli. Sigursteinn Þorsteinsson 1756
06.08.1966 SÁM 85/225 EF Sagt að útilegumenn hefðu verið til. Franz í Franzhelli við Reykjavatn var til, ættaður af Snæfellsn Sigursteinn Þorsteinsson 1757

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014