Unnur Arnórsdóttir 18.06.1918-23.02.2013

<p>[Foreldrar Unnar] voru Arnór Guðmundsson, f. 1892, d. 1964, skrifstofustjóri hjá Fiskifélagi Íslands, og Margrét Jónasdóttir, f. 1890, d. 1980, húsmóðir, þau voru búsett í Reykjavík alla tíð. Systur Unnar: Svava, f. 1919, d. 1989, Gyða, f. 1922, Hulda, f. 1928 og Inga, f. 1931, d. 2009.</p> <p>Unnur stundaði nám við Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi hinu meira árið 1934. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1934 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1942. Síðar tók hún ýmis námskeið innanlands og erlendis til að auka þekkingu sína á píanókennslu, m.a. kennslu blindra.</p> <p>Unnur kenndi píanóleik við tónlistarskólana í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík auk þess að taka nemendur í einkakennslu. Hún var tónlistargagnrýnandi fyrir dagblaðið Tímann til fjölda ára. Hún spilaði í fjölmörg ár við helgihald St. Jósefssystra í Garðabæ.</p> <p>Unnur mat íslenska hönnun og gott handverk mikils og vann um nokkurra ára skeið í Íslenskum heimilisiðnaði og sá meðal annars um kynningar á íslenskum fatnaði og skartgripum fyrir erlenda ferðamenn, enda bjó hún yfir góðri tungumálakunnáttu.</p> <p>Unnur hafði mikinn áhuga á öllu menningarstarfi en þar bar tónlistina hæst og sótti hún alla listviðburði sem hún hafði tök á. Hún var virk í félagsmálum, tók þátt í starfi Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík í mörg ár, sat í stjórn Félags tónlistarkennara og í stjórn Kvenfélagsins Hringsins og lagði þeirri starfsemi mikið lið en hún var félagsmaður í Hringnum í tæp 50 ár.</p> <p>Unnur giftist árið 1938 Bárði Ísleifssyni yfirarkitekt hjá Húsameistara ríkisins, f. 1905, d. 2000. Börn þeirra: Arnór, f. 1939, d. sama ár, Margrét, f. 1944, d. 1963, Leifur, f. 1948, og Finnur, f. 1953.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 18. júní 2018, bls. 23</p> <p>Unnur stundaði nám við Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi hinu meira árið 1934. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1934 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1942. Síðar tók hún ýmis námskeið innanlands og erlendis til að auka þekkingu sína á píanókennslu, m.a. kennslu blindra. Unnur kenndi píanóleik við tónlistarskólana í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík auk þess að taka nemendur í einkakennslu. Hún var tónlistargagnrýnandi fyrir dagblaðið Tímann til fjölda ára. Hún spilaði í fjölmörg ár við helgihald St. Jósefssystra í Klaustrinu í Garðabæ. Unnur mat íslenska hönnun og gott handverk mikils og vann um nokkurra ára skeið í Íslenskum heimilisiðnaði og sá meðal ann- ars um kynningar á íslenskum fatnaði og skartgripum fyrir er- lenda ferðamenn, enda bjó hún yfir góðri tungumálakunnáttu. Unnur hafði mikinn áhuga á öllu menningarstarfi en þar bar tónlistina hæst og sótti hún alla listviðburði sem hún hafði tök á. Hún var virk í félagsmálum, tók þátt í starfi Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík í mörg ár, sat í stjórn Félags tónlistarkennara og í stjórn Kvenfélagsins Hringsins og lagði þeirri starfsemi mikið lið en hún var félagsmaður í Hringnum í tæp 50 ár.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Mogrunblaðinu 7. mars 2013, bls. 25</p>

Staðir

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Píanókennari -
Tónlistarskóli Garðabæjar Píanókennari -
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Píanókennari -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1934-1942

Skjöl


Píanókennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.06.2018