Unnur Arnórsdóttir 18.06.1918-23.02.2013

[Foreldrar Unnar] voru Arnór Guðmundsson, f. 1892, d. 1964, skrifstofustjóri hjá Fiskifélagi Íslands, og Margrét Jónasdóttir, f. 1890, d. 1980, húsmóðir, þau voru búsett í Reykjavík alla tíð. Systur Unnar: Svava, f. 1919, d. 1989, Gyða, f. 1922, Hulda, f. 1928 og Inga, f. 1931, d. 2009.

Unnur stundaði nám við Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi hinu meira árið 1934. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1934 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1942. Síðar tók hún ýmis námskeið innanlands og erlendis til að auka þekkingu sína á píanókennslu, m.a. kennslu blindra.

Unnur kenndi píanóleik við tónlistarskólana í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík auk þess að taka nemendur í einkakennslu. Hún var tónlistargagnrýnandi fyrir dagblaðið Tímann til fjölda ára. Hún spilaði í fjölmörg ár við helgihald St. Jósefssystra í Garðabæ.

Unnur mat íslenska hönnun og gott handverk mikils og vann um nokkurra ára skeið í Íslenskum heimilisiðnaði og sá meðal annars um kynningar á íslenskum fatnaði og skartgripum fyrir erlenda ferðamenn, enda bjó hún yfir góðri tungumálakunnáttu.

Unnur hafði mikinn áhuga á öllu menningarstarfi en þar bar tónlistina hæst og sótti hún alla listviðburði sem hún hafði tök á. Hún var virk í félagsmálum, tók þátt í starfi Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík í mörg ár, sat í stjórn Félags tónlistarkennara og í stjórn Kvenfélagsins Hringsins og lagði þeirri starfsemi mikið lið en hún var félagsmaður í Hringnum í tæp 50 ár.

Unnur giftist árið 1938 Bárði Ísleifssyni yfirarkitekt hjá Húsameistara ríkisins, f. 1905, d. 2000. Börn þeirra: Arnór, f. 1939, d. sama ár, Margrét, f. 1944, d. 1963, Leifur, f. 1948, og Finnur, f. 1953.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 18. júní 2018, bls. 23

Unnur stundaði nám við Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi hinu meira árið 1934. Hún stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík frá árinu 1934 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1942. Síðar tók hún ýmis námskeið innanlands og erlendis til að auka þekkingu sína á píanókennslu, m.a. kennslu blindra. Unnur kenndi píanóleik við tónlistarskólana í Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavík auk þess að taka nemendur í einkakennslu. Hún var tónlistargagnrýnandi fyrir dagblaðið Tímann til fjölda ára. Hún spilaði í fjölmörg ár við helgihald St. Jósefssystra í Klaustrinu í Garðabæ. Unnur mat íslenska hönnun og gott handverk mikils og vann um nokkurra ára skeið í Íslenskum heimilisiðnaði og sá meðal ann- ars um kynningar á íslenskum fatnaði og skartgripum fyrir er- lenda ferðamenn, enda bjó hún yfir góðri tungumálakunnáttu. Unnur hafði mikinn áhuga á öllu menningarstarfi en þar bar tónlistina hæst og sótti hún alla listviðburði sem hún hafði tök á. Hún var virk í félagsmálum, tók þátt í starfi Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík í mörg ár, sat í stjórn Félags tónlistarkennara og í stjórn Kvenfélagsins Hringsins og lagði þeirri starfsemi mikið lið en hún var félagsmaður í Hringnum í tæp 50 ár.

Úr minningargrein í Mogrunblaðinu 7. mars 2013, bls. 25

Staðir

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Píanókennari -
Tónlistarskóli Garðabæjar Píanókennari -
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Píanókennari -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1934-1942

Skjöl


Píanókennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.06.2018