Haukur Gröndal 30.12.1975-

Haukur nam við Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla FÍH á árunum 1984-1997. Kennarar hans við FÍH voru meðal annarra Sigurður Flosason og Stefán S. Stefánsson. Haukur tók burtfararpróf frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1997. Árið 2004 lauk Haukur mastersgráðu í saxófónleik frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn. Kennarar hans þar voru meðal annarra Frederik Lundin og Lars Möller. Haukur sótti einkatíma í New York 2001 og 2003 hjá meðal annarra Chris Speed, David Binney og David Kraukauer, Helsinki 2003 og Plovdiv í Búlgaríu 2006 hjá klarínettleikaranum Petko Radev.

Haukur hefur komið fram á tónleikum um öll Norðurlönd með ýmsum hljómsveitum, hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tvívegis, leikið inná fjölmargar hljómplötur, unnið við upptökustjórn, útsett fyrir ýmsar hljómsveitir og svo mætti lengi telja.

Af Wikipedia 15. febrúar 2014.

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Rytmisk musik konservatorium í Kaupmannahöfn Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kvartett Hauks Gröndal Saxófónleikari 2016-06
Reykjavik Swing Syndicate Klarínettuleikari og Saxófónkennari 2012
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, klarínettuleikari, lagahöfundur, nemandi, saxófónleikari og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.06.2016