Haukur Gröndal 30.12.1975-

<p>Haukur nam við Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónlistarskóla FÍH á árunum 1984-1997. Kennarar hans við FÍH voru meðal annarra Sigurður Flosason og Stefán S. Stefánsson. Haukur tók burtfararpróf frá Tónlistarskóla FÍH vorið 1997. Árið 2004 lauk Haukur mastersgráðu í saxófónleik frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn. Kennarar hans þar voru meðal annarra Frederik Lundin og Lars Möller. Haukur sótti einkatíma í New York 2001 og 2003 hjá meðal annarra Chris Speed, David Binney og David Kraukauer, Helsinki 2003 og Plovdiv í Búlgaríu 2006 hjá klarínettleikaranum Petko Radev.</p> <p>Haukur hefur komið fram á tónleikum um öll Norðurlönd með ýmsum hljómsveitum, hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna tvívegis, leikið inná fjölmargar hljómplötur, unnið við upptökustjórn, útsett fyrir ýmsar hljómsveitir og svo mætti lengi telja.</p> <p align="right">Af Wikipedia 15. febrúar 2014.</p>

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Rytmisk musik konservatorium í Kaupmannahöfn Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kvartett Hauks Gröndal Saxófónleikari 2016-06
Reykjavik Swing Syndicate Klarínettuleikari og Saxófónkennari 2012
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , klarínettuleikari , lagahöfundur , nemandi , saxófónleikari og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.06.2016