Bára Grímsdóttir 24.04.1960-

Bára hefur sungið og leikið íslensk þjóðlög um árabil en hún er einnig tónskáld og vel þekkt fyrir kórtónlist sína. Hún ólst upp á ættaróðalinu, Grímstungu í Vatnsdal, við söng og kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu. Hún hefur unnið með Steindóri Andersen, komið fram víða um lönd í Evrópu og Norður-Ameríku meðal annars með Sigurði Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurðssyni. Hún söng í þjóðlagahópi sem nefndur var „Embla", allt frá stofnun hans.

Árið 2001 hóf hún samstarf við enska söngvarann og gítarleikarann Chris Foster, sem hún vinnur enn með og eru þau að gera frábæra hluti. Árið 2004 gaf hún út disk sem ber nafnið FUNI ásamt Chris og John Kirkpatrick.

Tónleikaskrá. Listasafn Sigurjóns 11. ágúst 2009.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Funi Söngkona, Hljóðfæraleikari og Lagahöfundur 2001

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1992 Svend Nielsen 1992: 31-32 Njáll Sigurðsson og Bára Grímsdóttir kveða Disneyrímur eftir Þórarinn Eldjárn í heild sinni. Njáll Sigurðsson og Bára Grímsdóttir 40180

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.10.2016