Bára Grímsdóttir 24.04.1960-

<p>Bára hefur sungið og leikið íslensk þjóðlög um árabil en hún er einnig tónskáld og vel þekkt fyrir kórtónlist sína. Hún ólst upp á ættaróðalinu, Grímstungu í Vatnsdal, við söng og kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu. Hún hefur unnið með Steindóri Andersen, komið fram víða um lönd í Evrópu og Norður-Ameríku meðal annars með Sigurði Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurðssyni. Hún söng í þjóðlagahópi sem nefndur var „Embla", allt frá stofnun hans.</p> <p>Árið 2001 hóf hún samstarf við enska söngvarann og gítarleikarann <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1005658">Chris Foster</a>, sem hún vinnur enn með og eru þau að gera frábæra hluti. Árið 2004 gaf hún út disk sem ber nafnið FUNI ásamt Chris og John Kirkpatrick.</p> <p align="right">Tónleikaskrá. Listasafn Sigurjóns 11. ágúst 2009.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Funi Söngkona , Hljóðfæraleikari og Lagahöfundur 2001

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1992 Svend Nielsen 1992: 31-32 Njáll Sigurðsson og Bára Grímsdóttir kveða Disneyrímur eftir Þórarinn Eldjárn í heild sinni. Njáll Sigurðsson og Bára Grímsdóttir 40180

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.10.2016