Erla Dóra Vogler 23.06.1983-

<p>Erla Dóra ólst upp á Egilsstöðum og hóf þar sitt söngnám. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Þórunnar Guðmundsdóttur, vorið 2007 og hlaut inngöngu í óperudeild Tónlistarháskólans í Vín þá um haustið. Meðal kennara hennar þar voru prófessorarnir Orlowsky, Theimer og Bernhard Adler. Að loknu námi við óperudeildina nam hún eitt ár við ljóða- og óratoríudeild háskólans hjá Marjana Burgstaller-Lipovšek.</p> <p>Síðan Erla lauk námi hefur hún komið fram bæði sem klassísk söngkona og dægurlagasöngkona, og sem áhugaleikari. Hún hefur sungið einsöng á fjölmörgum tónleikum, með hljómsveit, einleikshljóðfærum og kammersveitum á Íslandi og í Austurríki - jafnt í Salnum í Kópavogi, Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og í Musikverein í Vínarborg. Einnig hefur hún tekið þátt í söngleikjum og leikritum. Á árunum 2008-11 var hún styrkþegi sjóðs Yehudi Menuhin - Live Music Now - og árið 2010 hlaut hún austurrískan styrk til að gefa út geisladiskinn Víravirki sem kom út sama ár. Erla tók við starfi Ferða- og menningarmálafulltrúa Djúpavogshrepps í febrúar 2015.</p> <p>- - - - -</p> <p>Mezzo-soprano, Erla Dóra Vogler, grew up in East Iceland where she started her music studies. She graduated from the Reykjavík College of Music in 2007, where Þórunn Guðmundsdóttir was her teacher, and was subsequently admitted to the Opera Department of the Conservatory of Music in Vienna. Among her teachers there were professor Orlowsky, Theimer and Bernhard Adler. After graduation, she furthered her studies at the Department of Lieder and Oratorio with Marjana Burgstaller-Lipovšek.</p> <p>Erla's repertoire spans both classical and lighter music. She has performed in numerous solo concerts, with orchestras, solo instruments and chamber orchestras, both in Iceland and Austria. As a skilled actress she has participated in musicals and plays. From 2008 to 2011 Erla was part of the Live Music Now program of Lord Yehudi Menuhin in Vienna, and in 2010 she received a grant from an Austrian institution to record the CD Víravirki. Erla is the Representative of Tourism and Culture in Djúpivogur, East Iceland.</p> <p align="right">Úr tónleikaskrá Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 28. júlí 2015.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2007
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi 2007-

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.07.2015