Grímur Pálsson 1776-28.03.1853

<p>Prestur.Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1. júní 1796 og þess getið að hann hafi verið hæstur í skólanum. Var 10 ár skrifari og ráðsmaður hjá Magnúsi Stephensen og rak félagsbú að Ólafsvöllum og var einnig við verslunarstjórn í Vestmannaeyjum. Fékk Helgafell 21. desember 1819 og varð prófastur í Snæfellsnessýslu 7. maí 1822 en lét af því 1824. Sagði af sér prestskap 1836 og andaðist á Þingvöllum. Hann var maður mikilúðlegur og drykkjugjarn á síðari árum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 104-105.</p>

Staðir

Helgafellskirkja Prestur 21.12.1819-1836

Prestur og verslunarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.03.2015