Kristján Orri Sigurleifsson 29.06.1976-

<p>Kristján Orri hóf nám á kontrabassa 19 ára gamall í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík og stundar nú nám við Konunglegu Tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og mun útskrifast þaðan vorið 2006.</p> <p>Hann er virkur í flutningi nýrrar tónlistar og nokkur tónskáld hafa nú þegar samið tónverk fyrir hann. Þá má nefna tónleikaferð sveitarinnar 4+ til Seattle í apríl síðastliðnum þar sem flutt var kammerverk sem Joshua Parmenter samdi fyrir sveitina og þar lék hann einnig tónverk fyrir kontrabassa og og rafhljóð, t.d. Secret Psalms sem flutt verður hér í kvöld.</p> <p>Kristján er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold sem sérhæfir sig í nýrri tónlist og tónlist 20. aldar. Sveitin, sem var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2004, mun ferðast um landið nú í ágúst og halda tónleika. Kristján hefur einnig leikið sem lausamaður með öðrum hljómsveitum, svo sem Dönsku Útvarpshljómsveitinni, Konunglegu Dönsku Óperuhljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í september mun Kristján flytja íslensk sólóverk fyrir bassa á U.N.M í Finnlandi.</p> <p align="right">Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 19. júlí 2005.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2013