Björn Ólafsson 26.02.1917-31.04.1984

Foreldrar: Ólafur Björnsson, hagfræðingur, ritstjóri Ísafoldar og forstjóri Ísafoldarprentsmiðju í Reykjavík, f. 14. jan. 1884 í Reykjavík, d. 10. júní 1919, og k. h. Borghildur Pétursdóttir Thorsteinsson, f 13. des. 1885 á Bíldudal, d. 9. nóv. 1967.

Námsferill: Lauk námi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1933; hóf fiðlunám sjö ára gamall hjá Þórarni Guðmundssyni og nam hjá honum í fimm ár; stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1930-1931 og í Vín í Austurríki 1931-1932 hjá K. Heller, sem verið hafði kennari hans í Tónlistarskólanum og stundaði ennfremur nám við Tónlistarháskólann þar í borg; nam aftur við Tónlistarskólann í Reykjavík 1932 og lauk burtfararprófi þaðan 1934; hlaut Diplom frá Tónlistarháskólanwn í Vín 1939 að loknu fimm ára námi þar og bauðst starf eftir það við Wiener Philharmoniker en seinni heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að hann gæti þegið það boð; stundaði ennfremur nám og tónlistarstörf í Bandaríkjunum hjá Adolf Busch 1947-1948.

Starfsferill: Var konsertmeistari í Hljómsveit Reykjavíkur 1939-1950 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1972; var fiðluleikari og -kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-1975; veitti strengjadeild Tónlistarskólans í Reykjavík forstöðu 1946-1975.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 178. Sögusteinn 2000.

Björn var í hóp fjögurra nemenda sem fyrstir luku burtfararprófi frá Tónlistarskólnum í Reykjavík 1934. Hinir voru: Helga Guðjónsdóttir Laxness, Katrín Dalhoff Bjarnadóttir og Margrét Eiríksdóttir, allar á píanó. Prófdómari var Emil Thoroddsen.

- - - - - - - -
Björn fæddist í Reykjavík 26.2. 1917. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson, ritstjóri Ísafoldar og Morgunblaðsins og forstjóri Ísafoldarprentsmiðju , og k. h. Borghildur Pétursdóttir Thorsteinsson.

Ólafur var sonur Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar, alþm. og ráðherra, og Elísabetar Sveinsdóttur, systur Hallgríms biskups. Bróðir Ólafs var Sveinn Björnsson forseti. Borghildur var dóttir Péturs Thorsteinssonar, athafnamanns frá Bildudal, en meðal systkina hennar var Muggur myndlistarmaður.

Eiginkona Björns var Kolbrún, dóttir Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra og Þorbjargar Jónsdóttur frá Arnarvatni, og eignuðust þau eina dóttur, Þorbjörgu.

Björn lauk námi frá Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1933; hóf fiðlunám sjö ára gamall hjá Þórarni Guðmundssyni, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá K. Heller í Vín í Austurríki og við Tónlistarháskólann í Vínarborg, lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1934, Diplom frá Tónlistarháskólanum í Vín 1939 eftir fimm ára nám og stundaði nám hjá Adolf Busch í Bandaríkjunum.

Björn var ráðinn konsertmeistari við Wiener Tonkünstlerorchester og átti í vændum stöðu í Fílharmóníuhljómsveitinni í Vínarborg en heimsstyrjöldin kom í veg fyrir þau störf. Hann var konsertmeistari í Hljómsveit Reykjavíkur 1939-50 og í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-72, fiðluleikari og fiðlukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-75 og veitti strengjadeild Tónlistarskólans í Reykjavík forstöðu 1946-75.

Um Björn sagði Guðný Guðmundsdóttir, fyrrv. konstertmeistari, í minningargrein: „Björn Ólafsson var meðal þeirra fáu einstaklinga innlendra og erlendra sem lyftu Grettistaki í tónlistarmálum okkar Íslendinga. Hann var í hópi þeirra sem plægðu akurinn fyrir komandi kynslóðir. Starf hans bar ríkulegan ávöxt.“

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 26. febrúar 2015, bls. 35.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari 1939-1975

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Konsertmeistari 1950 1972

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari og fiðluleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.07.2015