Anna Rún Atladóttir 13.10.1969-

<p>Anna Rún hóf fiðlunám 6 ára og píanónám 7 ára. Hún lærði jöfnum höndum á bæði hljóðfærin og vorið 1992 útskrifaðist hún með fiðlukennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þremur árum seinna lauk hún svo píanókennaraprófi frá sama skóla. Anna Rún stundaði framhaldsnám í London frá 1994, við Trinity College of Music og The London College of Music, þaðan sem hún lauk einleikaraprófi á píanó og MMus gráðu í píanómeðleik (Piano Accompaniment). Aðalkennarar hennar í London voru m.a. Carola Grindea og Geoffrey Pratley. Anna Rún hefur komið fram sem píanóleikari, fiðluleikari og meðleikari bæði með söngvurum og hljóðfæraleikurum hérlendis, í Englandi, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Hún starfaði sem hljóðfærakennari og meðleikari í Oxford, Cambridge og London frá 1997 þar til hún flutti aftur heim til Íslands árið 2000.</p> <p>Anna Rún var formaður Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) frá 2010-2016 og formaður EPTA í Evrópu 2015-2016. Hún vann lengi sem meðleikari og raddþjálfari við Söngskólann í Reykjavík og sem fiðlu- og píanókennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur þar sem hún er nú skólastjóri.</p> <p align="right">Anna Rún - 25. apríl 2019</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1995
Söngskólinn í Reykjavík Meðleikari -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Píanókennari -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Fiðlukennari -

Fiðlukennari , fiðluleikari , meðleikari , píanókennari , píanóleikari , tónlistarmaður og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.04.2019