Guðmundur Þorsteinsson 23.08.1771-18.09.1827

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1795. Varð djákni á Grenjaðarstað um nýár 1796, vígðist 8. júlí 1798 aðstoðarprestur föður síns að Skinnastað og fékk þá eftir hann 27. júní 1808. Hann missti prestskap vegna of bráðrar barneignar með konu sinni, fékk uppreisn 22.apríl 1818, fékk Helgastaði 24. apríl 1820 og var þar til æviloka. Hann var góður ræðumaður en ekki mikill lærdómsmaður, hafði jafnan lítið bú, greiðasamur, glaðlyndur og viðmótsgóður, móleitur í andliti og ekki álitlegur sýnum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 191-92.

Staðir

Skinnastaðarkirkja Aukaprestur 08.07.1798-1808
Skinnastaðarkirkja Prestur 27.08.1808-1817
Helgastaðakirkja Prestur 24.04.1820-1827

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.10.2017