Magnús Árnason 29.11.1745-18.08.1828

<p>Prestur. Stúdent 1767. Varð djákni á Reynistað 1767-1771. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Fagranesi 22. júní 1777 og fékk prestakallið eftir lát föður síns, 21. nóvember 1778. Baðst lausnar vegna meiðsla 22. mars 1824, flutti að Meyjarlandi og annaðist þar. Mikill búsýslumaður og hraustmenni, vel látinn en ekki mikill lærdómsmaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 406. </p>

Staðir

Fagraneskirkja Aukaprestur 22.06.1777-1778
Fagraneskirkja Prestur 21.11.1778-1824

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.08.2016