Eiríkur Rafnkelsson 1739-05.03.1785

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1764. Vígðist aðstoðarprestur sr. Þorleifs Björnssonar að Hofi í Álftafirði 3. ágúst 1766. Fékk prestakallið 2. ágúst 1778 er sr. Þorleifur lét af prestskap og hélt til dauðadags. Finnur biskup Jónsson sagði um sr. Eirík: ...að hann sé öðrum prestum fremri að þekkingu í læknisfræði og handlækningum og öðrum vísindum er lúta að náttúrufræði; mjög virtur og elskaður fyrir greiðvikni að hjálpa sjúklingum með læknisþekkingu sinni og handlægni við skurðlækningar.

Staðir

Hofskirkja Prestur 02.08.1778-1785
Hofskirkja Aukaprestur 03.08.1766-1778

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.05.2018