Ásta Hallgrímsson (Ásta Júlía Guðmundsdóttir Thorgrímsen) 07.07.1857-29.03.1942

<p>Ásta var dóttir Guðmundar Thorgrimsens, kaupmanns á Eyrarbakka, og eiginkona Tómasar Hallgrímssonar læknaskólakennara. Hún, ásamt Steingrími Johnsen söngkennara, söng einsöng við útför Jóns Sigurðssonar og frú Ingibjargar 1880.</p> <p align="right">Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.</p> <p><a href="http://kvennasogusafn.is/index.php?page=artoel-og-afangar">Á vef Kvennasögusafns Íslands</a> segir: „Ásta Hallgrímsson söng fyrst kvenna einsöng opinberlega er hún söng við útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur“.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.08.2016