Snæbjörg Snæbjarnardóttir 30.09.1932-16.02.2017

<p>„... Snæbjörg hóf ung tónlistarnám hjá Eyþóri Stefánssyni, tónskáldi á Sauðárkróki. Hún stundaði söngnám hér á landi hjá Sigurði Birkis, söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, og í Austurríki hjá Mariu Dormburg í Salzburg í Akademie für Musik und darstellende Kunst Mozarteum. Þaðan útskrifaðist Snæbjörg með láði og hæstu mögulegu einkunn. Hún tók þátt í alþjóðlegri söngvakeppni skólans og í framhaldinu var henni boðið að syngja Aidu á La Scala, frægasta óperuhúsi heims. Snæbjörg hafnaði boðinu og hélt aftur heim til Íslands. Eftir námsdvöl í Vínarborg 1974 var Snæbjörgu boðinn samningur við Vínaróperuna, en hún hafnaði honum einnig.</p> <p>Snæbjörg kom víða við í söngnum og kom fram við hin ýmsu tækifæri ásamt því að syngja í Dómkórnum í Reykjavík undir stjórn Páls Ísólfssonar. Hún tók einnig þátt í leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Sauðárkróks.</p> <p>Snæbjörg stundaði söngkennslu og kórstjórn í átatugi og stofnaði Skagfirsku söngsveitina, barnakór sveitarinnar og síðar Söngsveitina Drangey. Hún kom að stjórnun fjölda annarra kóra, m.a. Karlakórs Reykjavíkur, Samkórs Keflavíkur og kórs Fílharmoníu.</p> <p>Snæbjörg skipulagði söngdeild Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem hún kenndi söng í yfir 30 ár auk þess að sinna kennslu við Söngskólann í Reykjavík. Á síðustu árum kenndi hún söng á Hjúkrunarheimilinu Mörk, þá komin yfir áttrætt...“</p> <p align="right">Úr andlástfregn í Morgunblaðinu 20. febrúar 2017, bls. 6</p>

Staðir

Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg Háskólanemi -
Tónlistarskóli Garðabæjar Söngkennari -
Söngskólinn í Reykjavík Söngkennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Karlakór Reykjavíkur Stjórnandi
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi

Skjöl


Háskólanemi , kórstjóri , söngkennari og söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.02.2017