María Einarsdóttir 30.04.1939-24.09.2016

María ólst upp á Akureyri til ársins 1944. Þá flutti hún til Reykjavíkur og ólst þar upp eftir það. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur frá 1949 og lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1963.

María var kennari við Barnaskólann á Fáskrúðsfirði 1957-59, kennari við Tónlistarskóla Kópavogs 1967-1968 og var tónmenntakennari við Kópavogsskóla frá 1966-2006.

María var félagi í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur frá 1958. Hún söng með Söngsveitinni Fílharmóníu, Fríkirkjukórnum í Reykjavík og Pólýfónkórnum 1958-1982...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 30. september 2016, bls. 25

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1949-1963
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarkennari 1967-1968

Skjöl


Tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónmenntakennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.09.2016