Albert Klahn (Albert Gerhard Ferdinand Klahn) 10.08.1885-15.12.1960

<blockquote>... Nú kom nazisminn til sögunnar, og var A. Kl. þegar ljóst hversu gjörsamlega að hann stóð í öndverðum meiði við allt það fyrirtæki, og hugðist þegar yfirgefa ættjörð sína. Eftir skilnað okkar stóðum við alltaf í sambandi hvor við annan, A. Kl. hafði ákveðið að flytja til Brazilíu, en fyrir mín orð breytti hann um stefnu og fluttist til Íslands í staðinn 1936. Eg gerði það af ráðnum hug að benda honum hingað, enda varð sú för ekki til einskis. Það kom brátt í ljós að hér beið hans mikið og gott starf, og ber þá fyrst að minnast hans ágætu stjórnar á Lúðrasveit Reykjavíkur, sem hófst þegar eftir hingað komu hans, og reyndist með þeim ágætum sem mörgum er enn minnisstætt. Þá ber einnig að geta um og þakka honum starfið bæði í útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem bæði var mikið og vel þegið. Síðustu 11 árin var hann stjórnandi og kennari Lúðrasveitar Hafnarfjarðar...</blockquote> <p align="right">Þórhallur Árnason í minningargrein. Morgunblaðið. 21. desember 1960, bls. 11.</p> <p>Albert Klahn var mikilvirkur sem kennari og stjórnandi. Meðal annars stjórnaði hann Útvarpshljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveit Íslands og&nbsp;Lúðrasveit Reykjavíkur. Hann&nbsp;tók þátt í stofnun lúðrasveitar í Stykkishólmi 1944 og stjórnaði Lúðrasveit Hafnarfjarðar frá stofnun 1950.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1936 1949

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , hljómsveitarstjóri og tónlistarkennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2015