Freyr Sigurjónsson 19.09.1957-

Freyr Sigurjónsson flautuleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978. Hann fór til framhaldsnáms að Royal Northern College of Music í Manchester og naut þar meðal annars leiðsagnar Trevor Wye, Roger Rostron, P. Morris og William Bennet. Að loknu PPRNCM prófi árið 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og kennari við tónlistarskólann þar. Hefur hann starfað þar síðan.

Freyr hefur leikið einleik með hljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu. Hann frumflutti meðal annars flautukonsert Carl Nielsen á Spáni með hljómsveitinni í Bilbao. Freyr hefur þegið boð um að leika með m.a. Útvarpshljómsveitinni í Madrid (ORTVE) og Virtuosos of Moskow. Samhliða starfi sínu við Sinfóníuhljómsveitina í Bilbao hefur Freyr haldið fjölda meistaranámskeiða á Spáni, meðal annars í Santander, Burgos og með hljómsveit æskunnar í Andalúsíu í Sevilla.

Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 11. júlí 2006.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1978
Konunglegi tónlistarháskólinn í Manchester Háskólanemi -1982

Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari, háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.01.2019