Svanur Vilbergsson 03.12.1981-

<p>Svanur er talinn meðal efnilegustu klassísku gítarleikara sinnar kynslóðar. Svanur hóf gítarnám sitt 11 ára gamall m.a. hjá Torvald Gjerde, Garðari Harðarssyni og Charles Ross við Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar og Tónlistarskólann á Egilsstöðum. Sautján ára fór hann til Englands til náms við King Edwards VI menntaskólann í Totnes þar sem gítarkennari hans var Colin Spencer og útskrifaðist þaðan af tónlistar- og líffræðibraut árið 2001. Þaðan hélt hann til Spánar og sótti þar einkatíma hjá Arnaldi Arnarssyni við Escola Luther. Árið 2002 hóf Svanur nám hjá ítalska gítarleikaranum Carlo Marchione við Tónlistarháskólann í Maastricht og lauk þaðan B.Mus. gráðu vorið 2006. Sama ár hóf hann mastersnám hjá Enno Voorhorst við Konunglega Tónlistarháskólann í Haag sem hann lauk vorið 2008. Þá hefur hann einnig sótt tíma hjá Sonju Prunnbauer í Freiburg.</p> <p>Hann hefur haldið einleikstónleika víða um heim, m.a. í Bandarikjunum, Hollandi, Spáni, Englandi, Belgíu og Írlandi. Honum er reglulega boðið að spila í Casa Eulalia tónleikaröðinni á Mallorca og á nútímatónlistarhátíðinni Klanken Festival í Maastricht. Nýverið frumflutti hann tónverk eftir spænska tónskáldið Mateau Malondra Flaquer sem er sérstaklega tileinkað Svani. Hann hefur komið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og á Spáni og var valinn fyrir Íslands hönd til þátttöku í norsk-íslenska menningarverkefninu Golfstraumurinn.</p> <p align="right">Tónlist.is (4. apríl 2014).</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hið íslenska gítartríó Gítarleikari 2011

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarkennari og gítarleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.01.2016