Helga Þórarinsdóttir 18.05.1955-

<p>Helga Þórarinsdóttir stundaði nám í við Royal Northern College of Music í Manchester og síðar hjá George Neikrug í Boston. Hún hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1980 og hefur verið leiðari víóludeildar frá árinu 1983. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveitinni, síðast í Víólukonsert eftir Kjartan Ólafsson sem hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2001, haldið fjölda einleikstónleika og komið fram með ýmsum kammerhópum. Helga hefur stjórnað strengjasveitum og kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónmenntaskólann, Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónskóla Sigursveins.</p> <p align="right">Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 28. júlí 2005.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarkennari og víóluleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2013