Björn Þórðarson 1631-1716

Vígður prestur að Reynisþingum 30. júní 1650 og með vissu var hann prestur þar 1651. Hann missti prestskap vegna barneigna 1654. Varð síðar lausamaður á Hjallasandi og bjó svo í Hálsasveit og var þar til dauðadags. Kenndi mörgum nemendum - var skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 253.

Staðir

Reyniskirkja Prestur 1650-1654

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.01.2014