Jón Guðmundsson 1558-07.02.1634

Prestur. Fór utan 1574 og lærði bæði í Brimum og Kupmannahöfn. Varð BA og fékk vonarbréf fyrir Hítardal 1581. Kom til landsins 1582 og var rektor í Skálholti 1584-88, fór utan 1588 í von um að fá biskupsembættið. Það gekk ekki og fékk hann Hítardal 1590 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár. Hann var talinn með lærðustu mönnum landsins, röggsamur og mikils virtur en talinn nokkuð kvenhollur og sór hann, af fúsum vilja, af sér barneign með hálfsystur sinni. Hann var sjóndapur síðustu 7 árin.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 126 - 27.

Staðir

Hítardalskirkja Prestur 1590-1634

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.10.2014